Sport

Reyes að standa sig

Luis Aragones, þjálfari spænska knattspyrnulandsliðsins, heldur vart vatni yfir Jose Antonio Reyes, framherja Arsenal, en hann lék lykilhlutverk í 3-2 sigri Spánverja á liði Venesúela. "Reyes er í frábæru formi um þessar mundir," sagði Aragones. Eftir að jafnt hafði verið í hálfleik, 1-1, var Reyes sendur inn á til að rífa liðið upp á afturendanum. "Neisti hans smitar frá sér til hinna og hann átti stóran þátt í sigrinum," sagði þjálfarinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×