Ráðherramálið flokknum erfitt 18. ágúst 2004 00:01 Þung undiralda virðist í Framsóknarflokknum vegna fyrirhugaðra ráðherraskipta og hlutfalls kvenna í ábyrgðarstöðum fyrir flokkinn. Þá er nokkur titringur í innviðum flokksins vegna heilsíðuauglýsingar valinkunnra framsóknarkvenna með áskorun til þingflokks flokksins að virða lög flokksins. Í samþykktum Framsóknarflokksins er kveðið á um 40 prósenta hlutfall kvenna í ábyrgðarstöðum. Útlit er fyrir að Siv Friðleifsdóttur verði kippt út úr ráðherraliði flokksins í næsta mánuði og að Valgerður Sverrisdóttir standi þá jafnvel ein eftir sem ráðherra flokksins úr röðum kvenna. Siv kýs að tjá sig ekki um málið að svo stöddu. Heimildarfólk í röðum Framsóknarflokksins er ekki á einu máli hvað liggi að baki þrýstingi hluta framsóknarkvenna. Sumir telja að málið snúist fyrst um að halda Siv áfram inni í ráðherraliðinu, meðan aðrir hallast að því að þrýstingur kvennanna sé til þess að Jónína Bjartmarz verði tekin inn sem ráðherra, verði Siv látin fara. Innanbúðarmenn í Framsóknarflokknum töldu sumir hverjir þó til marks um aðkomu Sivjar að aðstoðarmaður hennar, Una María Óskarsdóttir, sé líka formaður Landssambands framsóknarkvenna. "Það þarf ekkert að segja manni að hún hafi ekki vitað af þessari auglýsingu," sagði einn viðmælenda. "Þegar komið er út á vígvöllinn skiptir maður ekki um forystulið," segir Sigrún Magnúsdóttir, fyrrum borgarfulltrúi í Reykjavík og ein af stofnendum Landssambands framsóknarkvenna. "Þessi bábilja um hæfni einstaklinga er út í hött. Við höfum valið forystusveit okkar flokks jafnhæft fólk, að mínu mati. Þar er enginn munur á hæfni karla og kvenna. Sex manns leiddu listana síðast og ég tel þá alla jafnhæfa," segir hún. Sigrún var í hópi 40 framsóknarkvenna sem skrifuðu undir áskorunina til þingflokks Framsóknar. "Flokkurinn náði flottri jafnréttisáætlun sem búið er að setja í lög flokksins og ég kann aldrei við að sett séu falleg orð á blað án þess að standa við þau," segir hún. "Hvað héldu menn fyrir örfáum misserum þegar jafnréttisáætlunin var samþykkt? Að ekki þyrfti að standa við hana? Við völdum liðið til að berjast fyrir einu og hálfu ári síðan og að mínu viti hefur ekkert þannig komið upp að skipta ætti út í hernum." Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokks, segist ekki botna í umræðunni um hlut kvenna innan flokksins. "Það er ekki búið að ákveða neitt," sagði hann og áréttaði að sjálfur hefði hann auðvitað fullan skilning á jafnréttisumræðu innan flokksins. "Málið snýst um að ákveða hvaða einstaklingur þingflokksins eigi að taka að sér að vera ráðherra. Í þingflokknum eru fjórar konur og átta karlar," sagði hann og furðaði sig á auglýsingunni sem birtist frá Framsóknarkonunum í Fréttablaðinu. "Allt eru þetta konur sem maður þekkir og engin þeirra hefur tekið upp símann til að ræða þetta við mann. Ég er ekki vissum að þetta uppistand sé konum innan flokksins til framdráttar. Ég er búinn að heyra í nokkrum konum sem eru mjög ósáttar við þessa framgöngu og eru bara ekkert sammála þessari umræðu, þannig að þar skiptist nú líka í tvö horn. Svo er verið að hóta því að konur fari gegn formanninum á flokksþingi ef hann fari ekki að þeirra vilja. Ég spyr nú bara á hvað braut er þessi umræða?" sagði hann. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður framsóknarflokksins, taldi að Halldór Ásgrímsson, formaður flokksins væri búinn að ræða væntanleg ráðherraskipti við alla þingmenn flokksins og að styttist í að þingflokkurinn hittist vegna málsins. Hann sagði að næsta mánudag væri fyrirhugaður þingflokksfundur en þar væri þó ekki á dagskrá ráðherraskipan flokksins, heldur undirbúningur þingstarfsins. Hjálmar minntist þess ekki að þingflokkur hafi gengið gegn tillögum formanns um ráðherraefni. "Þetta gengur fyrir sig eins og venjulega. Formaður gerir tillögu til þingflokksins, sem síðan greiðir leynilega atkvæði," sagði hann, en bætti við að þó hefðu komið upp tilvik þar sem ekki allir greiddu tillögu formanns atkvæði. Í Framsóknarflokknum tala sumir um að Halldór Ásgrímsson hafi gert mistök með því að draga það svo lengi að koma með tillögur um ráðherraskipan flokksins í haust. Þá virðast margir óttast að ráðherraskiptin bitni á Jóni Kristjánssyni, heilbrigðisráðherra, sem standi höllum fæti gagnvart Valgerði Sverrisdóttur í kjördæmi sínu. "Þó er hann sá í ráðherraliðinu sem vinnur einna best," sagði einn. Erfiðlega gekk að ná í þingmenn og ráðherra Framsóknarflokksins í gær og kann það að vera til marks um að ráðherramálið þyki erfitt innan flokksins. Kunnugir segja enda þá staðreynd að hlutfall kvenna í trúnaðarstörfum skuli bundið í lög Framsóknarflokksins gera það mjög snúið. Valgerður Sverrisdóttir var utan símaþjónustusvæðis í fjallgöngu, en hvorki Halldór Ásgrímsson, Guðni Ágústsson, Jón Kristjánsson, né Árni Magnússon sinntu skilaboðum sem fyrir þá vöru lögð í ráðuneytum þeirra. Fréttir Innlent Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Sjá meira
Þung undiralda virðist í Framsóknarflokknum vegna fyrirhugaðra ráðherraskipta og hlutfalls kvenna í ábyrgðarstöðum fyrir flokkinn. Þá er nokkur titringur í innviðum flokksins vegna heilsíðuauglýsingar valinkunnra framsóknarkvenna með áskorun til þingflokks flokksins að virða lög flokksins. Í samþykktum Framsóknarflokksins er kveðið á um 40 prósenta hlutfall kvenna í ábyrgðarstöðum. Útlit er fyrir að Siv Friðleifsdóttur verði kippt út úr ráðherraliði flokksins í næsta mánuði og að Valgerður Sverrisdóttir standi þá jafnvel ein eftir sem ráðherra flokksins úr röðum kvenna. Siv kýs að tjá sig ekki um málið að svo stöddu. Heimildarfólk í röðum Framsóknarflokksins er ekki á einu máli hvað liggi að baki þrýstingi hluta framsóknarkvenna. Sumir telja að málið snúist fyrst um að halda Siv áfram inni í ráðherraliðinu, meðan aðrir hallast að því að þrýstingur kvennanna sé til þess að Jónína Bjartmarz verði tekin inn sem ráðherra, verði Siv látin fara. Innanbúðarmenn í Framsóknarflokknum töldu sumir hverjir þó til marks um aðkomu Sivjar að aðstoðarmaður hennar, Una María Óskarsdóttir, sé líka formaður Landssambands framsóknarkvenna. "Það þarf ekkert að segja manni að hún hafi ekki vitað af þessari auglýsingu," sagði einn viðmælenda. "Þegar komið er út á vígvöllinn skiptir maður ekki um forystulið," segir Sigrún Magnúsdóttir, fyrrum borgarfulltrúi í Reykjavík og ein af stofnendum Landssambands framsóknarkvenna. "Þessi bábilja um hæfni einstaklinga er út í hött. Við höfum valið forystusveit okkar flokks jafnhæft fólk, að mínu mati. Þar er enginn munur á hæfni karla og kvenna. Sex manns leiddu listana síðast og ég tel þá alla jafnhæfa," segir hún. Sigrún var í hópi 40 framsóknarkvenna sem skrifuðu undir áskorunina til þingflokks Framsóknar. "Flokkurinn náði flottri jafnréttisáætlun sem búið er að setja í lög flokksins og ég kann aldrei við að sett séu falleg orð á blað án þess að standa við þau," segir hún. "Hvað héldu menn fyrir örfáum misserum þegar jafnréttisáætlunin var samþykkt? Að ekki þyrfti að standa við hana? Við völdum liðið til að berjast fyrir einu og hálfu ári síðan og að mínu viti hefur ekkert þannig komið upp að skipta ætti út í hernum." Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokks, segist ekki botna í umræðunni um hlut kvenna innan flokksins. "Það er ekki búið að ákveða neitt," sagði hann og áréttaði að sjálfur hefði hann auðvitað fullan skilning á jafnréttisumræðu innan flokksins. "Málið snýst um að ákveða hvaða einstaklingur þingflokksins eigi að taka að sér að vera ráðherra. Í þingflokknum eru fjórar konur og átta karlar," sagði hann og furðaði sig á auglýsingunni sem birtist frá Framsóknarkonunum í Fréttablaðinu. "Allt eru þetta konur sem maður þekkir og engin þeirra hefur tekið upp símann til að ræða þetta við mann. Ég er ekki vissum að þetta uppistand sé konum innan flokksins til framdráttar. Ég er búinn að heyra í nokkrum konum sem eru mjög ósáttar við þessa framgöngu og eru bara ekkert sammála þessari umræðu, þannig að þar skiptist nú líka í tvö horn. Svo er verið að hóta því að konur fari gegn formanninum á flokksþingi ef hann fari ekki að þeirra vilja. Ég spyr nú bara á hvað braut er þessi umræða?" sagði hann. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður framsóknarflokksins, taldi að Halldór Ásgrímsson, formaður flokksins væri búinn að ræða væntanleg ráðherraskipti við alla þingmenn flokksins og að styttist í að þingflokkurinn hittist vegna málsins. Hann sagði að næsta mánudag væri fyrirhugaður þingflokksfundur en þar væri þó ekki á dagskrá ráðherraskipan flokksins, heldur undirbúningur þingstarfsins. Hjálmar minntist þess ekki að þingflokkur hafi gengið gegn tillögum formanns um ráðherraefni. "Þetta gengur fyrir sig eins og venjulega. Formaður gerir tillögu til þingflokksins, sem síðan greiðir leynilega atkvæði," sagði hann, en bætti við að þó hefðu komið upp tilvik þar sem ekki allir greiddu tillögu formanns atkvæði. Í Framsóknarflokknum tala sumir um að Halldór Ásgrímsson hafi gert mistök með því að draga það svo lengi að koma með tillögur um ráðherraskipan flokksins í haust. Þá virðast margir óttast að ráðherraskiptin bitni á Jóni Kristjánssyni, heilbrigðisráðherra, sem standi höllum fæti gagnvart Valgerði Sverrisdóttur í kjördæmi sínu. "Þó er hann sá í ráðherraliðinu sem vinnur einna best," sagði einn. Erfiðlega gekk að ná í þingmenn og ráðherra Framsóknarflokksins í gær og kann það að vera til marks um að ráðherramálið þyki erfitt innan flokksins. Kunnugir segja enda þá staðreynd að hlutfall kvenna í trúnaðarstörfum skuli bundið í lög Framsóknarflokksins gera það mjög snúið. Valgerður Sverrisdóttir var utan símaþjónustusvæðis í fjallgöngu, en hvorki Halldór Ásgrímsson, Guðni Ágústsson, Jón Kristjánsson, né Árni Magnússon sinntu skilaboðum sem fyrir þá vöru lögð í ráðuneytum þeirra.
Fréttir Innlent Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Sjá meira