Ráðherramálið flokknum erfitt 18. ágúst 2004 00:01 Þung undiralda virðist í Framsóknarflokknum vegna fyrirhugaðra ráðherraskipta og hlutfalls kvenna í ábyrgðarstöðum fyrir flokkinn. Þá er nokkur titringur í innviðum flokksins vegna heilsíðuauglýsingar valinkunnra framsóknarkvenna með áskorun til þingflokks flokksins að virða lög flokksins. Í samþykktum Framsóknarflokksins er kveðið á um 40 prósenta hlutfall kvenna í ábyrgðarstöðum. Útlit er fyrir að Siv Friðleifsdóttur verði kippt út úr ráðherraliði flokksins í næsta mánuði og að Valgerður Sverrisdóttir standi þá jafnvel ein eftir sem ráðherra flokksins úr röðum kvenna. Siv kýs að tjá sig ekki um málið að svo stöddu. Heimildarfólk í röðum Framsóknarflokksins er ekki á einu máli hvað liggi að baki þrýstingi hluta framsóknarkvenna. Sumir telja að málið snúist fyrst um að halda Siv áfram inni í ráðherraliðinu, meðan aðrir hallast að því að þrýstingur kvennanna sé til þess að Jónína Bjartmarz verði tekin inn sem ráðherra, verði Siv látin fara. Innanbúðarmenn í Framsóknarflokknum töldu sumir hverjir þó til marks um aðkomu Sivjar að aðstoðarmaður hennar, Una María Óskarsdóttir, sé líka formaður Landssambands framsóknarkvenna. "Það þarf ekkert að segja manni að hún hafi ekki vitað af þessari auglýsingu," sagði einn viðmælenda. "Þegar komið er út á vígvöllinn skiptir maður ekki um forystulið," segir Sigrún Magnúsdóttir, fyrrum borgarfulltrúi í Reykjavík og ein af stofnendum Landssambands framsóknarkvenna. "Þessi bábilja um hæfni einstaklinga er út í hött. Við höfum valið forystusveit okkar flokks jafnhæft fólk, að mínu mati. Þar er enginn munur á hæfni karla og kvenna. Sex manns leiddu listana síðast og ég tel þá alla jafnhæfa," segir hún. Sigrún var í hópi 40 framsóknarkvenna sem skrifuðu undir áskorunina til þingflokks Framsóknar. "Flokkurinn náði flottri jafnréttisáætlun sem búið er að setja í lög flokksins og ég kann aldrei við að sett séu falleg orð á blað án þess að standa við þau," segir hún. "Hvað héldu menn fyrir örfáum misserum þegar jafnréttisáætlunin var samþykkt? Að ekki þyrfti að standa við hana? Við völdum liðið til að berjast fyrir einu og hálfu ári síðan og að mínu viti hefur ekkert þannig komið upp að skipta ætti út í hernum." Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokks, segist ekki botna í umræðunni um hlut kvenna innan flokksins. "Það er ekki búið að ákveða neitt," sagði hann og áréttaði að sjálfur hefði hann auðvitað fullan skilning á jafnréttisumræðu innan flokksins. "Málið snýst um að ákveða hvaða einstaklingur þingflokksins eigi að taka að sér að vera ráðherra. Í þingflokknum eru fjórar konur og átta karlar," sagði hann og furðaði sig á auglýsingunni sem birtist frá Framsóknarkonunum í Fréttablaðinu. "Allt eru þetta konur sem maður þekkir og engin þeirra hefur tekið upp símann til að ræða þetta við mann. Ég er ekki vissum að þetta uppistand sé konum innan flokksins til framdráttar. Ég er búinn að heyra í nokkrum konum sem eru mjög ósáttar við þessa framgöngu og eru bara ekkert sammála þessari umræðu, þannig að þar skiptist nú líka í tvö horn. Svo er verið að hóta því að konur fari gegn formanninum á flokksþingi ef hann fari ekki að þeirra vilja. Ég spyr nú bara á hvað braut er þessi umræða?" sagði hann. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður framsóknarflokksins, taldi að Halldór Ásgrímsson, formaður flokksins væri búinn að ræða væntanleg ráðherraskipti við alla þingmenn flokksins og að styttist í að þingflokkurinn hittist vegna málsins. Hann sagði að næsta mánudag væri fyrirhugaður þingflokksfundur en þar væri þó ekki á dagskrá ráðherraskipan flokksins, heldur undirbúningur þingstarfsins. Hjálmar minntist þess ekki að þingflokkur hafi gengið gegn tillögum formanns um ráðherraefni. "Þetta gengur fyrir sig eins og venjulega. Formaður gerir tillögu til þingflokksins, sem síðan greiðir leynilega atkvæði," sagði hann, en bætti við að þó hefðu komið upp tilvik þar sem ekki allir greiddu tillögu formanns atkvæði. Í Framsóknarflokknum tala sumir um að Halldór Ásgrímsson hafi gert mistök með því að draga það svo lengi að koma með tillögur um ráðherraskipan flokksins í haust. Þá virðast margir óttast að ráðherraskiptin bitni á Jóni Kristjánssyni, heilbrigðisráðherra, sem standi höllum fæti gagnvart Valgerði Sverrisdóttur í kjördæmi sínu. "Þó er hann sá í ráðherraliðinu sem vinnur einna best," sagði einn. Erfiðlega gekk að ná í þingmenn og ráðherra Framsóknarflokksins í gær og kann það að vera til marks um að ráðherramálið þyki erfitt innan flokksins. Kunnugir segja enda þá staðreynd að hlutfall kvenna í trúnaðarstörfum skuli bundið í lög Framsóknarflokksins gera það mjög snúið. Valgerður Sverrisdóttir var utan símaþjónustusvæðis í fjallgöngu, en hvorki Halldór Ásgrímsson, Guðni Ágústsson, Jón Kristjánsson, né Árni Magnússon sinntu skilaboðum sem fyrir þá vöru lögð í ráðuneytum þeirra. Fréttir Innlent Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Þung undiralda virðist í Framsóknarflokknum vegna fyrirhugaðra ráðherraskipta og hlutfalls kvenna í ábyrgðarstöðum fyrir flokkinn. Þá er nokkur titringur í innviðum flokksins vegna heilsíðuauglýsingar valinkunnra framsóknarkvenna með áskorun til þingflokks flokksins að virða lög flokksins. Í samþykktum Framsóknarflokksins er kveðið á um 40 prósenta hlutfall kvenna í ábyrgðarstöðum. Útlit er fyrir að Siv Friðleifsdóttur verði kippt út úr ráðherraliði flokksins í næsta mánuði og að Valgerður Sverrisdóttir standi þá jafnvel ein eftir sem ráðherra flokksins úr röðum kvenna. Siv kýs að tjá sig ekki um málið að svo stöddu. Heimildarfólk í röðum Framsóknarflokksins er ekki á einu máli hvað liggi að baki þrýstingi hluta framsóknarkvenna. Sumir telja að málið snúist fyrst um að halda Siv áfram inni í ráðherraliðinu, meðan aðrir hallast að því að þrýstingur kvennanna sé til þess að Jónína Bjartmarz verði tekin inn sem ráðherra, verði Siv látin fara. Innanbúðarmenn í Framsóknarflokknum töldu sumir hverjir þó til marks um aðkomu Sivjar að aðstoðarmaður hennar, Una María Óskarsdóttir, sé líka formaður Landssambands framsóknarkvenna. "Það þarf ekkert að segja manni að hún hafi ekki vitað af þessari auglýsingu," sagði einn viðmælenda. "Þegar komið er út á vígvöllinn skiptir maður ekki um forystulið," segir Sigrún Magnúsdóttir, fyrrum borgarfulltrúi í Reykjavík og ein af stofnendum Landssambands framsóknarkvenna. "Þessi bábilja um hæfni einstaklinga er út í hött. Við höfum valið forystusveit okkar flokks jafnhæft fólk, að mínu mati. Þar er enginn munur á hæfni karla og kvenna. Sex manns leiddu listana síðast og ég tel þá alla jafnhæfa," segir hún. Sigrún var í hópi 40 framsóknarkvenna sem skrifuðu undir áskorunina til þingflokks Framsóknar. "Flokkurinn náði flottri jafnréttisáætlun sem búið er að setja í lög flokksins og ég kann aldrei við að sett séu falleg orð á blað án þess að standa við þau," segir hún. "Hvað héldu menn fyrir örfáum misserum þegar jafnréttisáætlunin var samþykkt? Að ekki þyrfti að standa við hana? Við völdum liðið til að berjast fyrir einu og hálfu ári síðan og að mínu viti hefur ekkert þannig komið upp að skipta ætti út í hernum." Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokks, segist ekki botna í umræðunni um hlut kvenna innan flokksins. "Það er ekki búið að ákveða neitt," sagði hann og áréttaði að sjálfur hefði hann auðvitað fullan skilning á jafnréttisumræðu innan flokksins. "Málið snýst um að ákveða hvaða einstaklingur þingflokksins eigi að taka að sér að vera ráðherra. Í þingflokknum eru fjórar konur og átta karlar," sagði hann og furðaði sig á auglýsingunni sem birtist frá Framsóknarkonunum í Fréttablaðinu. "Allt eru þetta konur sem maður þekkir og engin þeirra hefur tekið upp símann til að ræða þetta við mann. Ég er ekki vissum að þetta uppistand sé konum innan flokksins til framdráttar. Ég er búinn að heyra í nokkrum konum sem eru mjög ósáttar við þessa framgöngu og eru bara ekkert sammála þessari umræðu, þannig að þar skiptist nú líka í tvö horn. Svo er verið að hóta því að konur fari gegn formanninum á flokksþingi ef hann fari ekki að þeirra vilja. Ég spyr nú bara á hvað braut er þessi umræða?" sagði hann. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður framsóknarflokksins, taldi að Halldór Ásgrímsson, formaður flokksins væri búinn að ræða væntanleg ráðherraskipti við alla þingmenn flokksins og að styttist í að þingflokkurinn hittist vegna málsins. Hann sagði að næsta mánudag væri fyrirhugaður þingflokksfundur en þar væri þó ekki á dagskrá ráðherraskipan flokksins, heldur undirbúningur þingstarfsins. Hjálmar minntist þess ekki að þingflokkur hafi gengið gegn tillögum formanns um ráðherraefni. "Þetta gengur fyrir sig eins og venjulega. Formaður gerir tillögu til þingflokksins, sem síðan greiðir leynilega atkvæði," sagði hann, en bætti við að þó hefðu komið upp tilvik þar sem ekki allir greiddu tillögu formanns atkvæði. Í Framsóknarflokknum tala sumir um að Halldór Ásgrímsson hafi gert mistök með því að draga það svo lengi að koma með tillögur um ráðherraskipan flokksins í haust. Þá virðast margir óttast að ráðherraskiptin bitni á Jóni Kristjánssyni, heilbrigðisráðherra, sem standi höllum fæti gagnvart Valgerði Sverrisdóttur í kjördæmi sínu. "Þó er hann sá í ráðherraliðinu sem vinnur einna best," sagði einn. Erfiðlega gekk að ná í þingmenn og ráðherra Framsóknarflokksins í gær og kann það að vera til marks um að ráðherramálið þyki erfitt innan flokksins. Kunnugir segja enda þá staðreynd að hlutfall kvenna í trúnaðarstörfum skuli bundið í lög Framsóknarflokksins gera það mjög snúið. Valgerður Sverrisdóttir var utan símaþjónustusvæðis í fjallgöngu, en hvorki Halldór Ásgrímsson, Guðni Ágústsson, Jón Kristjánsson, né Árni Magnússon sinntu skilaboðum sem fyrir þá vöru lögð í ráðuneytum þeirra.
Fréttir Innlent Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira