Sport

Arsenal betra en enska landsliðið

Enski landsliðsmaðurinn og leikmaður Englandsmeistara Arsenal, Ashley Cole, segir að Arsenal myndi vinna enska landsliðið ef liðin mættust í dag. Hann segir einnig að Arsenal eigi mjög mikið inni og setji stefnuna á fleiri en einn titlil á nýhöfnu tímabili: "Ef ég á að vera hreinskilinn þá tel ég að Arsenal sé með sterkar lið en enska landsliðið. Landsliðið er mjög gott en Arsenal hefur innanborðs ótrúlega góða leikmenn eins og Thierry Henry og Patrick Vieira," sagði Ashley Cole.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×