Sport

Fyrirliði kosinn fyrir hvern leik

Þeir viðhafa nokkuð sérstakan háttinn á, leikmenn enska úrvalsdeildarfélagsins WBA, þegar kemur að því að velja fyrirliða. Þar á bæ er nefnilega ekki neinn fastur fyrirliði heldur kjósa leikmenn fyrirliða að morgni hvers leikdags. Þetta er nýmæli og segirAndy Johnson, miðvallarleikmaður WBA, þetta mælast vel fyrir hjá leikmönnum. "Við tökum einfaldlega hvern leik fyrir sig og metum hann og kjósum í framhaldinu af því. Hópurinn hjá okkur er mjög samheldinn og hver og einn leikmaður lítur á það sem mikinn heiður að vera kosinn fyrirliði." Neil Clement var kosinn fyrirliði fyrir fyrsta leik tímabilsins gegn Blackburn, sem endaði með jafntefli, 1-1.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×