Lífið

Moore gagnrýnir hótel í Kína

Fyrrverandi James Bond leikarinn, Sir Roger Moore, segir að hóteleigendur og skólar í Peking, ættu að skammast sín fyrir að taka ekki á móti 72 kínverskum börnum sem eru með alnæmi. Börnin voru að sækja þriggja daga sumarbúðir á vegum UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, og hafa kínverskir fjölmiðlar greint frá því að þeim hafi verið neitað um gistingu í 30 til 40 skólum eða hótelum. Moore er sendifulltrúi UNICEF og sagði á blaðamannafundi í borginni að sigur myndi vinnast í baráttunni gegn fordómum og hvatti kínversku þjóðina til að sýna málefnum eyðnisjúklinga skilning. Áætlað er að um ein til ein og hálf milljón manna séu HIV jákvæði í Kína.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.