Sport

Luke Chadwick til West Ham

Luke Chadwick er genginn til liðs við 1. deildarlið West Ham United. Hann fór á frjálsri sölu frá ensku bikarmeisturunum Manchester United en kappinn lék reyndar sem lánsmaður með 1. deildarliði Burnley á síðustu leiktíð. Chadwick þótti á sínum tíma mjög efnilegur leikmaður en komst lítt áleiðis enda barðist hann við David Beckham um stöðu í byrjunarliðinu. Nú vonast hann til að ferillinn gangi í endurnýjun lífdaga á hjá West Ham.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×