Sport

Allt í biðstöðu hjá Ólafi Inga

Ólafur Ingi Skúlason, sem er á mála hjá ensku meisturunum Arsenal, er enn hjá félaginu þrátt fyrir fréttir þess efnis að hann væri genginn í raðir belgíska félagsins Beveren. Tvö ítölsk lið, Torino og Brescia, hafa einnig sýnt Ólafi Inga áhuga en hann sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að mál hans væru í biðstöðu. "Ég vil gjarnan fara til Ítalíu að líta á aðstæður en forráðamenn Arsenal vilja ekki leyfa mé það. Þeir vilja að ég fari til Beveren og ég held að vandamálið sé að þeir hafi verið búnir að lofa mér fyrirfram til Beveren án þess að spyrja mig. Beveren er áhugaverður kostur en ég vil ekki láta þrýsta mig. Ég vil skoða alla möguleika áður en ég ákveð mig og mun hitta Arsene Wenger á morgun og vonandi skýrast málin þá," sagði Ólafur Ingi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×