Sport

Jóhannes Karl til Leicester

Landsliðsmaðurinn Jóhannes Karl Guðjónsson samdi í gær við enska 1. deildarliðið Leicester til næstu tveggja ára. Jóhannes Karl, sem fékk sig lausan frá spænska liðinu Real Betis fyrir skömmu, var með lausan samning og kostar því ekki Leicester, sem féll úr ensku úrvalsdeildinni síðastliðið vor, krónu. Jóhannes Karl mun fara beint til Spánar með Leicester þar sem liðið tekur þátt í fjögurra liða móti ásamt Real Mallorca og fleiri liðum. Micky Adams, knattspyrnustjóri Leicester, var himinlifandi með að fá Jóhannes Karl og sagði í samtali við vef BBC að "Jói" væri sterkur miðvallarleikmaður sem gæti unnið boltann og spilað honum áfram.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×