Sport

Gerrard sér ekki eftir neinu

Steven Gerrard segist ekki sjá eftir því að hafa skrifað undir nýjan samning við Liverpool. Hann segir vissulega hafa verið erfitt að hafna boði Chelsea en félagið bauð honum 120 þúsund pund í laun á viku. Hins vegar hafi Liverpool-taugin einfaldlega verið of römm og sem fyrirliði liðsins hafi hann einfaldlega ekki getað yfirgefið það. Hann segist vera afar ánægður með nýja stjórann, Rafael Benitez, og að framundan séu glæstir tímar í sögu félagsins og að hann vilji ekki missa af þeim.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×