Sport

Moyes óttast um stöðu sína

Framkvæmdastjóri Everton, David Moyes, óttast að hann verði látinn taka pokann sinn ef Paul Gregg kemst í stjórnarformannsstólinn. Moyes er þess fullviss að Gregg láti það verða sitt fyrsta verk að ráða Gordon Strachan sem framkvæmdastjóra og henda Moyes lengst út í hafsauga. Mikil úlfúð ríkir hjá Everton þessa dagana vegna stöðu Waynes Rooneys og til að mynda hefur danski miðjumaðurinn, Thomas Gravesen, sagst ekki ætla að skrifa undir nýjan samning fyrr en þetta mál sé til lykta leitt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×