Sport

Patrekur ekki með til Aþenu

Einn leikreyndasti leikmaður íslenska landsliðsins í handknattleik, Patrekur Jóhannesson, dró sig úr landsliðshópnum í gær vegna meiðsla. "Ég verð ekki með á ÓL. Puttinn er ekki orðinn nógu góður og því er lítið við þessu að gera," sagði Patrekur við Fréttablaðið í gær en hann sleit liðband í þumli í upphafi sumars og þau meiðsli eru ekki orðinn nógu góð. "Það er ekkert vit í því að fara út án þess að vera í toppformi og ekki sanngjarnt gagnvart hinum sem eru í toppstandi. Auðvitað er þetta svekkjandi en svona er þetta bara stundum í þessum bransa."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×