Sport

AIK hefur enn áhuga á Helga Val

Helgi Valur Daníelsson, sem var til reynslu hjá sænska liðinu AIK í síðustu viku. þótti standa sig vel á æfingum hjá liðinu og hafa forráðamenn félagsins áhuga á því að skoða hann enn frekar. Helgi Valur leikur með Fylkismönnum gegn Grindavík í kvöld og er búist við því að útsendarar sænska félagsins verði meðal áhorfenda. Ásgeir Ásgeirsson hjá Fylki staðfesti við Fréttablaðið í gær að AIK hefði ekki gert tilboð í Helga Val en það félagið hefði spurst fyrir um möguleikann á því að fá hann strax.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×