Sport

Schumacher vann 11. sigurinn

Michael Schumacher vann ellefta sigur sinn í Formúlu 1 kappakstrinum á árinu á Hockenheim-brautinni í Þýskalandi í dag. Jenson Button hjá BAR-Honda náði öðru sæti eftir að hafa ræst af stað þrettándi á ráslínu. Hann lenti í vandræðum með hjálminn sinn, ólin losnaði og á mikilli ferð lyftist hjálmurinn og herti ólin að hálsi Buttons. Hann þurfti því að toga hjálminn niður með annari hendi með regulegu millibili, með aðra hönd á stýri. Fernando Alonso hjá Renault varð þriðji og David Coulthard hjá McLaren kom á eftir á honum. Juan Pablo Montoya, sem var annar á ráslínu, byrjaði illa og lauk keppni í fimmta sæti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×