Sport

Eiður skoraði eitt í sigri Chelsea

Eiður Smári Guðjohnsen skoraði eitt mark og lagði upp annað fyrir Chelsea sem lagði Skotlandsmeistara Celtic með 4 mörkum gegn 2 á Meistaramótinu í Bandaríkjunum þar sem flest sterkustu knattspyrnulið Evrópu hita upp fyrir komandi leiktíð. Serbinn Mateja Kezman, sem var keyptur frá PSV Eindhoven, skoraði tvö mörk fyrir Chelsea og Rússinn Alexei Smertin skoraði eitt. Craig Beattie skoraði bæði mörk Celtic. Í kvöld mætast Manchester United og Bayern Munchen á æfingamótinu í Bandaríkjunum. Leikurinn verður á Sýn klukkan 22:30 í kvöld. Þess má geta að bræðurnir Gary og Phil Neville, leikmenn Man. Utd, skrifuðu báðir undir nýjan fimm ára samning við félagið í gær. Og að lokum, Roy Keane, fyrirliði Man. Utd., segist enn vera besti miðjumaður Englands.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×