Sport

Keppni heldur áfram á Akranesi

Keppni á Íslandsmótinu í golfi hélt áfram í morgun á Akranesi en frestað varð keppni í gær vegna úrhellis. Annar hringur í kvennaflokki var þá felldur niður. Töluverð bleyta er enn í Garðavelli en hann þornar hratt. Alls áttu 40 kylfingar í karlaflokki eftir að ljúka öðrum hring og voru þeir ræstir út snemma  í morgun. Staða efstu manna breyttist ekkert eftir það; Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG hefur enn fimm högga forskot á Örn Ævar Hjartarson úr GS. Örlygur Helgi Grímsson GV var með besta skor hjá þeim kylfingum sem luku öðrum hring í morgun. Örlygur fór hringinn á pari og er í 9. sæti á þremur höggum yfir pari. Keppni er þegar hafin á þriðja hring. Efstu konurnar verða ræstar út kl. 13:30 og efstu karlarnir kl. 14:30. Bein útsending frá Íslandsmótinu í golfi hefst á Sýn í dag klukkan 16. Hægt er að hlusta á viðtal við Pál Ketilsson, golfsérfræðing sem staddur er á Akranesi, úr eittfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×