Birgir Leifur jafnaði vallarmetið 23. júlí 2004 00:01 Veðrið setti strik í reikninginn hjá kylfingum á Íslandsmótinu í golfi sem fram fer á Garðavelli á Akranesi. Það var logn og blíða um morguninn en svo fór að rigna eins og hellt væri úr fötu. Vegna úrhellisins ákvað því mótsstjórn Íslandsmótsins á Akranesi síðdegis í gær að fresta leik. Vegna bleytunnar var orðið ófært að pútta á flestum flötum vegna pollamyndunar. Leik verður haldið áfram í fyrramálið og þá frá því sem horfið var í dag. Ræst verður út klukkan sex í fyrramálið en þá klára þeir keppendur sem ekki náðu að ljúka leik í gær. Eftir það verður raðað eftir skori og stefnan er sett á að byrja að ræsa út í þriðja hring klukkan tíu. Ekki var þó þessi frestun það eina markverða sem gerðist á Íslandsmótinu því Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG gerði sér lítið fyrir og lék á 68 höggum og jafnaði þar með vallarmet sitt frá því á fimmtudag. Frábær spilamennska hjá Birgi og vandséð að nokkur kylfingur eigi möguleika í pilt eins og hann er að spila núna. Reyndar voru fleiri en Birgir að leika vel í gær því þeir Björgvin Sigurbergsson, GK, og Heiðar Davíð Bragason, GKJ, léku báðir á 69 höggum. Birgir er því með átta högga forskot á næsta mann sem er Örn Ævar Hjartarson úr GS en hann lék hringinn í dag á 72 höggum. Þegar ákveðið var að fresta leik þá var kvennaflokkurinn ekki nema rétt tæplega hálfnaður með hringinn. Íþróttir Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Sjá meira
Veðrið setti strik í reikninginn hjá kylfingum á Íslandsmótinu í golfi sem fram fer á Garðavelli á Akranesi. Það var logn og blíða um morguninn en svo fór að rigna eins og hellt væri úr fötu. Vegna úrhellisins ákvað því mótsstjórn Íslandsmótsins á Akranesi síðdegis í gær að fresta leik. Vegna bleytunnar var orðið ófært að pútta á flestum flötum vegna pollamyndunar. Leik verður haldið áfram í fyrramálið og þá frá því sem horfið var í dag. Ræst verður út klukkan sex í fyrramálið en þá klára þeir keppendur sem ekki náðu að ljúka leik í gær. Eftir það verður raðað eftir skori og stefnan er sett á að byrja að ræsa út í þriðja hring klukkan tíu. Ekki var þó þessi frestun það eina markverða sem gerðist á Íslandsmótinu því Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG gerði sér lítið fyrir og lék á 68 höggum og jafnaði þar með vallarmet sitt frá því á fimmtudag. Frábær spilamennska hjá Birgi og vandséð að nokkur kylfingur eigi möguleika í pilt eins og hann er að spila núna. Reyndar voru fleiri en Birgir að leika vel í gær því þeir Björgvin Sigurbergsson, GK, og Heiðar Davíð Bragason, GKJ, léku báðir á 69 höggum. Birgir er því með átta högga forskot á næsta mann sem er Örn Ævar Hjartarson úr GS en hann lék hringinn í dag á 72 höggum. Þegar ákveðið var að fresta leik þá var kvennaflokkurinn ekki nema rétt tæplega hálfnaður með hringinn.
Íþróttir Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Sjá meira