Sport

Armstrong íhugar framtíð sína

Hjólreiðamaðurinn bandaríski, Lance Armstrong, hefur viðurkennt að hann sé farinn að íhuga framtíð sína í íþróttinni, enda orðinn þrjátíu og tveggja ára gamall. "Á vissum tímapunkti þarf maður að fara að endurskoða stöðuna og huga að öðrum keppnum. Það er enn fullt af hlutum sem mig langar til að gera í íþróttinni áður en ég hætti," sagði Armstrong sem oftlega hefur legið undir ámælum fyrir að einbeita sér um of að Tour de France á kostnað annarra þekktra hjólreiðakeppna eins og til dæmis Paris-Roubaix. Armstrong stefnir að sínum sjötta sigri í Tour de France keppninni en það yrði nýtt met og stóra spurningin er sú hvort þetta sé svanasöngur hans í þeirri keppni. Talsmaður Armstrongs, Jogi Möller, var svo sem ekkert að draga úr getgátunum: Það eru helmingslíkur á því að hann keppi í Tour de France að ári. Hann mun örugglega keppa á næsta ári en í hvaða mótum er ekki ákveðið."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×