Sport

Boltinn seldur á 2,5 milljónir kr.

Boltinn sem David Beckham þrumaði upp í áhorfendastúku, í vítaspyrnukeppninni gegn Portúgal á Evrópumótinu í sumar, var seldur á uppboðsvefnum e-bay í gær fyrir 2,5 milljón króna. Sá sem greip boltann sat í sautjándu röð og var frá Spáni. Kaupandinn er kanadískur. Sá spænski ætlar að kaupa sér nýjan bíl fyrir boltann og þar að auki skella sér í langt og gott sumafrí. Beckham sést hér á æfingu hjá Real Madríd í vikunni ásamt hinum nýja þjálfara liðsins, Jose Antonio Camacho.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×