Sport

KR sigraði á Hraðmóti ÍR

KR-ingar unnu Hraðmót ÍR í körfubolta af miklu öryggi en því lauk í fyrrakvöld. Herbert Arnarson byrjar því vel sem þjálfari Vesturbæjarliðsins. KR-ingar voru búnir að tryggja sér sigurinn á mótinu fyrir lokadaginn þar sem þeir unnu sinn þriðja sigur í jafnmörgum leikjum, 76-67, á gestgjöfum ÍR-inga. KR-ingar léku án margra lykilmanna á mótinu en það kom ekki að sök. ÍR-ingar voru reyndar eina liðið sem náði að stríða þeim eitthvað að ráði en líkt og fyrri leikjum Breiðhyltinga héldu þeir ekki út. Hjalti Kristinsson átti mjög góða leiki og leikstjórnandinn Níels Páll Dungal sýndi að hann gerir tilkall til sæti í liðinu á næsta tímabili en hann hefur verið við nám erlendis undanfarin ár. Þeir félagar voru atkvæðamestir í síðasta leiknum, Hjalti skoraði 18 stig og Níels var með 16 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar. Þá skoraði Ólafur Már Ægisson 14 stig og Eldur Ólafsson var með 10 stig á 18 mínútum. Hjá ÍR var Ólafur Þórisson með 21 stig (5 þrista) og Ólafur Jónas Sigurðsson bætti við 16 stigum og 5 stoðsendingum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×