Sport

Egill ver og ver

Egill Jónasson, 20 ára miðherji Njarðvíkurliðsins, var besti maður Hraðmóts ÍR samkvæmt framlagsjöfnu NBA-deildarinnar en enginn lagði eins mikið til síns liðs og þessi 214 sm strákur. Egill varði meðal annars 37 skot í leikjum þremur, 12,3 að meðaltali, auk þess að skora 8 stig í leik, taka 11 fráköst að meðaltali og hitta úr 62,5% skota sinna. Næstur á eftir Agli er Fjölnismaðurinn Pálmar Ragnarsson og þriðji er stigahæsti leikmaður mótsins, Hjalti Kristinsson, Hjalti skoraði alls 73 stig, fimm stigum fleira en Pálmar, sem gera 24,23 stig að meðaltali. Það sýnir kannski vel yfirburði KR-inga á mótinu að þeir eiga fjóra menn meðal þeirra sex hæstu. Egill tók flest fráköst á mótinu auk þess að verja flest skot. Félagi hans í Njarðvíkurliðinu, Ólafur Aron Ingvason, gaf flestar stoðsendingar (20) og ÍR-ingurinn Ólafur Jónas Sigurðsson stal flestum boltum eða 10.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×