Sport

Brasilía og Argentína mætast

Brasilía og Argentína leika til úrslita í Suður-Ameríkukeppninni í knattspyrnu á sunnudag. Brasilíumenn, sem eru núverandi heimsmeistarar, lögðu Úrgúgvæja í vítaspyrnukeppni í nótt en staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1. Marcelo Sosa kom Úrúgvæ yfir með marki á 22. mínútu en Adriano jafnaði leikinn fyrir Brailíumenn á 47. mínútu. Úrslitaleikurinn á sunnudag verður sýndur beint á Sýn. Myndin sýnir Alex, leikmann Brasilíu, fagna marki sínu í vítakeppninni í gær en það tryggði liðinu sæti í úrslitaleiknum. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×