KR fallið úr keppni 21. júlí 2004 00:01 "Það sem okkur vantar er einhver til að klára færin. Okkur skortir slagkraft í fremstu víglínu og það varð okkur að falli í dag," sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, að leik Shelbourne og KR loknum í gærkvöld. Samanlögð úrslit leikjanna tveggja eru því 2-2 og fara Írarnir áfram á þeim mörkum sem þeir skoruðu á KR-velli í fyrri leik liðanna. Það er því ljóst að dýrkeypt sex mínútna einbeitingarleysi á lokamínútum fyrri leiksins reyndist banabiti KR. "Þetta er að sjálfsögðu hundsvekkjandi en það þýðir ekkert að hengja haus. Við verðum bara að einbeita okkur að næsta leik sem er gegn Víkingi í deildinni á Sunnudag og horfa á jákvæðu hliðarnar úr leiknum. Við spiluðum vel í fyrri hálfleik og sumir minna leikmanna voru að gera virkilega góða hluti á vellinum," sagði Willum Þór, sem gerði nokkrar breytingar á sínu liði; Jökull Elísabetarson, Sigmundur Kristjánsson, Sölvi Davíðsson og Kjartan Henry Finnbogason komu allir inn í liðið á nýjan leik og Willum stillti upp í leikkerfið 4-4-2, þar sem Arnar Gunnlaugsson hafði það hlutverk að draga sig dýpra á völlinn og fá boltann í lappirnar. KR byjaði leikinn mjög vel og fékk Sölvi sannkallað dauðafæri strax á fjórðu mínútu leiksins sem hann brenndi af. KR-liðið var síst lakari aðilinn framan af fyrri hálfleik, vörnin traust og spilið út á velli gekk ágætlega. En Shelbourne komu mjög ákveðnir til leiks í síðari hálfleik, fóru að pressa leikmenn KR hærra upp á vellinum og náðu að loka vel á öll svæði. KR-ingar reyndu mikið langar sendingar fram völlinn þar sem miðverðirnir stæðilegu David Rogers og Jamie Harris áttu alla bolta gegn lágvaxni sóknarlínu KR. Á endanum var það Kristján Finnbogason sem bjargaði KR-ingum frá tapi með nokkrum góðum markvörslum. Bestu leikmenn KR voru varnarmenn liðsins, og þá sér í lagi Tékkinn Petr Podzemsky, sem steig vart feilspor í leiknum. Þá var Kristján Finnbogason öryggið uppmálað í markinu. Íslenski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Sjá meira
"Það sem okkur vantar er einhver til að klára færin. Okkur skortir slagkraft í fremstu víglínu og það varð okkur að falli í dag," sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, að leik Shelbourne og KR loknum í gærkvöld. Samanlögð úrslit leikjanna tveggja eru því 2-2 og fara Írarnir áfram á þeim mörkum sem þeir skoruðu á KR-velli í fyrri leik liðanna. Það er því ljóst að dýrkeypt sex mínútna einbeitingarleysi á lokamínútum fyrri leiksins reyndist banabiti KR. "Þetta er að sjálfsögðu hundsvekkjandi en það þýðir ekkert að hengja haus. Við verðum bara að einbeita okkur að næsta leik sem er gegn Víkingi í deildinni á Sunnudag og horfa á jákvæðu hliðarnar úr leiknum. Við spiluðum vel í fyrri hálfleik og sumir minna leikmanna voru að gera virkilega góða hluti á vellinum," sagði Willum Þór, sem gerði nokkrar breytingar á sínu liði; Jökull Elísabetarson, Sigmundur Kristjánsson, Sölvi Davíðsson og Kjartan Henry Finnbogason komu allir inn í liðið á nýjan leik og Willum stillti upp í leikkerfið 4-4-2, þar sem Arnar Gunnlaugsson hafði það hlutverk að draga sig dýpra á völlinn og fá boltann í lappirnar. KR byjaði leikinn mjög vel og fékk Sölvi sannkallað dauðafæri strax á fjórðu mínútu leiksins sem hann brenndi af. KR-liðið var síst lakari aðilinn framan af fyrri hálfleik, vörnin traust og spilið út á velli gekk ágætlega. En Shelbourne komu mjög ákveðnir til leiks í síðari hálfleik, fóru að pressa leikmenn KR hærra upp á vellinum og náðu að loka vel á öll svæði. KR-ingar reyndu mikið langar sendingar fram völlinn þar sem miðverðirnir stæðilegu David Rogers og Jamie Harris áttu alla bolta gegn lágvaxni sóknarlínu KR. Á endanum var það Kristján Finnbogason sem bjargaði KR-ingum frá tapi með nokkrum góðum markvörslum. Bestu leikmenn KR voru varnarmenn liðsins, og þá sér í lagi Tékkinn Petr Podzemsky, sem steig vart feilspor í leiknum. Þá var Kristján Finnbogason öryggið uppmálað í markinu.
Íslenski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Sjá meira