Sport

Klinsmann að taka við Þýskalandi?

Forráðamenn þýska knattspyrnusambandsins eiga nú í viðræðum við Jurgen Klinsmann, fyrrverandi landsliðsfyrirliða, um að taka að sér þjálfun þýska landsliðsins fyrir HM 2006 sem fram fer í Þýskalandi. Klinsmann er menntaður þjálfari en hefur enga þjálfarareynslu. Hann státar af glæsilegum ferli sem knattspyrnumaður og varð til að mynda Heimsmeistari með Vestur-Þjóðverjum árið 1990 og svo Evrópumeistari með sameinuðu liði Þýskalands sex árum síðar. Eftir að Rudi Völler sagði starfi sínu lausu eftir hrakfarirnar á EM í Portúgal hafa Þjóðverjar leitað logandi ljósi að þjálfara og til að mynda hafa menn eins og Otto Rehhagel og Ottmar Hitzfeld þegar afþakkað starfann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×