Sport

Kluivert til Newcastle

Enska úrvalsdeildarfélagið, Newcastle United, hefur gert þriggja ára samning við hollenska landsliðsmanninn Patrick Kluivert. Hann var laus allra mála hjá spænska liðinu Barcelona en þar hafði hann alið manninn undanfarin sex ár. Þar áður lék hann með hollenska félaginu Ajax og ítalska félaginu AC Mílan. "Ég er í toppformi og vonast til að vinna til stórra titla hérna," sagði hinn 28 ára Kluivert við þetta tækifæri og bætti við: "Ég er afar ánægður með að vera kominn hingað enda hefur nafn mitt verið tengt við félagið í langan tíma". Framkvæmdastjóri Newcastle, silfurrefurinnn, Sir Bobby Robson, var í skýjunum yfir komu Kluiverts: "Hann er einn mikilvægasti leikmaðurinn sem komið hefur til Newcastle í áraraðir. Þetta er svipuð tilfinning og þegar Alan Shearer kom aftur heim," sagði gamli maðurinn og játaði hvorki né neitaði þegar hann var spurður hvort félagið reyndi að næla í fleiri leikmenn áður en keppnistímabilið hæfist: "Við látum ykkur vita ef við gerum eitthvað frekar."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×