Sport

Gary Speed til Bolton

Velski landsliðsmaðurinn, Gary Speed, er genginn í raðir Bolton-manna en þeir þurftu að greiða Newcastle 750.000 pund fyrir kappann. Speed gerði tveggja ára samning við Bolton og hefur þegar gengið frá launamálum sínum og staðist læknisskoðun. Bæði Fulham og Leeds voru á höttunum eftir Speed en Bolton hafði vinninginn. "Ég er himinlifandi yfir því að fá slíkan gæðaleikmann, sem Gary Speed óneitanlega er, í okkar raðir," sagði framkvæmdastjóri Bolton, Sam Allardyce og bætti við: "Speed er mjög reyndur úrvalsdeildarleikmaður sem mun bæta mikið breidd okkar og dýpt. 2 Speed er orðinn 34 ára gamall og fyrir utan dvöl sína hjá Newcastle hefur hann einnig verið í herbúðum Leeds og Everton. Hann er fjórði leikmaðurinn á stuttum tíma sem gengur til liðs við Bolton en hinir eru þeir Michael Bridges, Les Ferdinand og Radhi Jaidi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×