Sport

Eiður hlakkar til að fá Drogba

Eiður Smári Guðjohnsen sagðist í viðtali við sjónvarpsstöð Chelsea í gær hlakka mikið til að spila með framherjanum Didier Drogba sem var keyptur frá Marseille fyrir 24,5 milljónir punda á mánudaginn. Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur lengi verið aðdáandi Drogba og eftir nokkurt þref og þóf tókst honum loksins að landa kappanum á þriggja ára samning. Eiður Smári, sem skrifaði undir nýjan samning við Chelsea á mánudaginn, sagði að miðað við það sem hann hefði séð af Drogba á myndbandsupptökum væri hann mjög öflugur framherji sem hefði mikinn kraft og hraða. "Hann hlýtur að vera að gera eitthvað rétt fyrst hann vekur áhuga félags eins og Chelsea og ég hlakka til að spila með honum. Samkeppnin um framherjastöðurnar verður hörð og það ætti að laða fram það besta í hverjum og einum," sagði Eiður Smári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×