Sport

Ungversk skytta til ÍBV

Kvennalið ÍBV, sem varð Íslands- og bikarmeistari á síðasta tímabili og náði skínandi góðum árangri í Evrópukeppninni, hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir komandi tímabil. Ungverska skyttan Zsofia Pasztor, sem er 29 ára, er gengin til liðs við félagið en hún á að baki 20 landsleiki fyrir Ungverjaland. Pasztor lék með portúgalska liðinu Madeira Andebol á síðasta tímabili og vann alla titla sem í boði voru. Samkvæmt heimsíðu ÍBV þá skoraði hún 210 mörk í 30 leikjum sem gera sjö mörk að meðaltali í leik. ÍBV hefur misst marga öfluga leikmenn í sumar, þar á meðal hinar austurrísku Sylviu Strass og Birgit Engl sem koma til með að spila undir stjórn Aðalsteins Eyjólfssonar, fyrrum þjálfara ÍBV, sem stýrir þýska liðinu TuS Weibern á komandi tímabili.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×