Sport

Kluivert til Newcastle

Framherjinn Patrick Kluivert, leikmaður Barcelona, skrifaði í dag undir þriggja ára samning við enska liðið Newcastle Utd. Spænska liðið leyfði honum að fara á frjálsri sölu þrátt fyrir að Hollendingurinn ætti eitt ár eftir af samningi sínum við Barcelona þar sem hann hefur verið undanfarin sex ár. Bobby Robson, framkvæmdastjóri Newcastle og fyrrverandi þjálfari Barcelona, lýsti yfir mikilli ánægju með félagaskiptin í dag. Hann líkti andrúmsloftinu í borginni við andrúmsloftið sem ríkti þegar Alan Shearer gekk til liðs við félagið árið 1996. Kluivert, sem er markahæsti leikmaður hollenska landsliðsins frá upphafi með 40 mörk, mun klæðast treyju númer 11 hjá Newcastle og án efa mynda gríðarlega hættulega framlínu með fyrirliðanum fyrrnefnda, Alan Shearer. Meðfylgjandi mynd var tekin af Kluivert og Bobby Robson eftir undirritun samningsins í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×