Sport

KR spilar í Dublin í kvöld

KR-ingar leika í kvöld síðari leik sinn gegn Shelbourne frá Írlandi í forkeppni Meistaradeildarinnar í knattspyrnu í Dublin. Fyrri leik liðanna á Laugardalsvelli lauk með jafntefli, 2-2, þar sem leikmenn Shelbourne hreinlega rændu sigri af KR-ingum. Bjarni Þorsteinsson og Arnar Jón Sigurgeirsson geta ekki leikið með KR-ingum í kvöld vegna meiðsla og veikir það KR-liðið mikið. Hægt er að hlusta á viðtal við Willum Þór Þórsson, þjálfara KR, úr eitt fréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn sem fylgir fréttinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×