Sport

Serbi til reynslu hjá Skagamönnum

Bikarmeistarar ÍA í knattspyrnu leita nú logandi ljósi að sóknarmanni fyrir lokaátökin í Landsbankadeildinni. Í vikunni kemur til landsins 27 ára gamall serbneskur sóknarmaður, Dragan Simovic að nafni, en hann hefur leikið með Napredak í heimalandi sínu. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í morgun. Skagamenn hafa í sumar misst tvo sóknarmenn úr herbúðum sínum, Garðar Gunnlaugsson gekk í raðir Valsmanna og Alen Marcina frá Kanada samdi við lið í Grikklandi. Hjörtur Hjartarson mun yfirgefa Skagamenn í byrjun ágúst en aðeins Stefán Þórðarson verður þá eftir af þeim sóknarmönnum liðsins sem hófu leiktíðina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×