Sport

Armstrong eykur forystuna

Bandaríkjamaðurinn Lance Armstrong vann 16. hluta Frakklandshjólreiðanna, eða Tour de France, í frönsku Ölpunum í dag. Leið dagsins var aðeins 15,5 kílómetra löng og hjólaði einn keppandi í einu í keppni við klukkuna. Armstrong fór leiðina, sem liggur upp Alpafjöllin, á 39 mínútum 41,47 sekúndum. Jan Ullrich frá Þýskalandi var annar, 2 mínútum og 23 sekúndum á eftir Armstrong, og landi Ullrichs, Andreas Kloeden, kom þriðji í mark, 1 mínútu og 41 sekúndu á eftir samlanda sínum. Armstrong hefur forystu í þessari erfiðustu hjólreiðakeppni heims en í öðru sæti heildarkeppninnar er Ivan Basso.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×