Sport

Tekur Klinsmann við Þjóðverjum?

Forystumenn þýska knattspyrnusambandsins ræddu í dag við Jurgen Klinsmann, fyrrverandi landsliðsmann, um að taka við þjálfun landsliðsins af Rudi Völler sem sagði af sér eftir slakt gengi þýska liðsins á Evrópumótinu í Portúgal. Klinsmann lék m.a. með Ásgeiri Sigurvinssyni hjá Stuttgart en síðan lá leið hans til Bayern Munchen og Tottenham á Englandi. Klinsmann varð heimsmeistari með þýska landsliðinu árið 1990 en hann hefur enga reynslu sem þjálfari. Áður hafa Ottmar Hitzfeld, hinn sigursæli þjálfari Bayern, og Otto Rehhagel, sem leiddi gríska landsliðið til sigurs á Evrópumótinu, hafnað tilboðum um að þjálfa þýska liðið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×