Sport

AIK skoðar Helga Val

Helgi Valur Daníelsson, knattspyrnumaður úr Fylki, fór í gær til Svíþjóðar en hann er þar til skoðunar hjá sænska úrvalsdeildarliðinu AIK í Stokkhólmi. Helgi mun leika æfingaleik með sænska liðinu í kvöld en hann er einn af fjórum miðvallar og varnarmönnum sem sænska liðið er að skoða þessa dagana. Helgi Valur, sem áður lék með Peterborugh á Englandi, er samningbundinn Fylki en hann gerði þriggja ára samning við Árbæjarfélagið á síðasta ári. Það ætti að liggja fyrir í kvöld hvort Helga Val verði boðinn samningur hjá sænska félaginu. Helgi Valur (annar frá vinstri og skeggjaður) sést hér fagna marki með félögum sínum í Fylki fyrr í sumar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×