Sport

Fær milljón á dag

Eiður Smári Guðjohnsen skrifaði síðdegis í gær undir nýjan fjögurra ára samning við Chelsea. Enskir fjölmiðlar greina frá því að Eiður Smári fái einn og hálfan milljarð íslenskra króna í sinn hlut fyrir samninginn, eða 365 milljónir í árslaun, sem gerir eina miljón króna á dag . Eiður gekk til liðs við Chelsea árið 2000 frá Bolton en hann hefur skoraði 59 mörk í 163 leikjum fyrir félagið. Það verður mikil samkeppni um stöður í liði Chelsea á næstu leiktíð. Tveir framherjar hafa bæst í hópinn, Mateja Kezman sem kemur frá Serbíu og Didier Drogba frá Fílabeinsströndinni en hann lék áður með Marseille í Frakklandi. Auk þess bættist varnarmaðurinn portúgalski, Tiago Mendes, í hóp Chelsea-liðsins í gær eins og greint er frá neðar á síðunni. Þess má geta að Chelsea fer í dag í æfinga- og keppnisferð til Bandaríkjanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×