Sport

Mendes til Chelsea

Portúgalski miðvallarleikmaðurinn Tiago Mendes skrifaði undir þriggja ára samning við Chelsea seint í gærkvöldi að sögn forsvarsmanna enska liðsins. Kaupverðið var ekki gefið upp. Hinn 23 ára gamli Mendes var í liði Portúgala sem lenti í öðru sæti í Evrópukeppninni þar í landi fyrr í sumar og er fjórði leikmaðurinn sem gengur til liðs við Chelsea síðan landi hans, Jose Mourinho, tók við stjórn félagsins fyrir nokkrum vikum. Hinir þrír eru framherjinn Didier Drogba frá Fílabeinsströndinni, serbneski sóknarmaðurinn Mateja Kezman og félagi Mendesar í portúgalska landsliðinu, varnarmaðurinn Paulo Ferreira. Mendes (t.v.) sést hér á blaðamannafundi í síðasta mánuði, á meðan Evrópukeppnin stóð yfir, ásamt félaga sínum í portúgalska liðinu, Francisco Costinha.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×