Sport

400 bandarískir hermenn til Aþenu

Um 400 bandarískir hermenn verða sendir til Grikklands fyrir Ólympíuleikana í Aþenu. Gríska ríkisstjórnin hefur gefið leyfi fyrir þessu samkvæmt frétt í New York Times í dag. Þá verða sérsveitir frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Ísrael sendar til Aþenu í því skyni að hafa eftirlit með íþróttamönnum þjóðanna á leikunum en óttast er að hryðjuverkamenn láti til skarar skríða gegn þjóðunum. Lög í Grikklandi banna útlendingum að bera vopn í landinu en veitt var undanþága að þessu sinni, með stuðningi Atlantshafsbandalagsins, til að koma í veg fyrir að ákvörðun stjórnarinnar yrði að bitbeini í Grikklandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×