Sport

Gestirnir ánægðir með framkvæmdina

"Þetta er alveg eins og landsmótsstemningin á að vera og framkvæmdin alveg til fyrirmyndar. Það er greinilega búið að leggja mikið í þetta og Skagfirðingar eiga það inni hjá veðurguðunum að þeir leggi blessun sína yfir þetta mót," sögðu þau Sveinn Pálsson og Margrét Höskuldsdóttir, Húsvíkingar sem lengi hafa verið tengst íþróttastarfinu, en hafa búið síðustu árin á Laugum. "Aðstaðan á tjaldstæðunum er frábær og svo skemmtilegt að þaðan er svo stutt niður á keppnisvæðið, og líka það að hægt er að fylgjast með flestum íþróttagreinum með því að rölta á milli enda á íþróttasvæðinu", sagði Margrét en þau héldu sig reyndar mest við frjálsíþróttakeppnina enda börn þeirra tvö að keppa, Arnrún í kúluvarpi og kringlukasti og Birkir í sömu greinum auk spjótkastsins, og var einnig í boðhlaupssveit Þingeyinga. "Og svo er þetta líka hálfgert hótellíf hjá okkur í búðunum. Það eru standandi vaktir eins og vanalega hjá okkur Þingeyingum í matartjaldinu, fólk fer þar upp strax klukkan sjö á morgnana", sagði Sveinn og hann átti allt eins von á því að forseti Íslands, Ólafur Ragnar, myndi líta við hjá HSÞ-fólkinu hann hefði yfirleitt gert það á landsmótum og stundum þegir einhverjar góðgerðir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×