Sport

Jón Júlíus verður með Njarðvík

Kvennalið Njarðvíkur í körfuboltanum varð síðasta liðið til að ráða sér þjálfara fyrir næsta tímabil en Jón Júlíus Árnason mun þjálfa liðið næsta vetur. Jón Júlíus tók við liðinu um síðustu áramót þegar erlendi spilandi þjálfari liðsins, Andrea Gaines, lenti í vandræðum í jólafríinu og skilaði sér ekki fyrr en mánuði of seint. Njarðvík endaði í fimmta sæti í deildinni, vann sjö leiki og tapaði þrettán. Liðið var lengi inni í baráttunni um að komast í úrslitakeppnina en missti af lestinni á lokakaflanum. Nú hafa öll sex lið deildarinnar ráðið sér þjálfara og eru Jón Júlíus og Gréta María Grétarsdóttir, þjálfari KR, þau einu sem halda áfram með sín lið. Sverrir Þór Sverrisson þjálfar Íslands- og bikarmeistara Keflavíkur, Örvar Þór Kristjánsson er tekinn við liði Grindavíkur, Unndór Sigurðsson þjálfar Stúdínur og Ágúst Þór Björgvinsson mun stjórna nýliðum Hauka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×