Sport

Fylkisbanarnir úr leik

Fylkisbanarnir í KAA Gent frá Belgíu duttu úr leik í annarri umferð Intertoto-keppninnar í knattspyrnu um helgina en liðið mætti þá makedóníska liðinu í Vardar Skopje í annað sinn á einni viku. Bæði liðin unnu 1-0 sigur á heimavelli sínum og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni í lok seinni leiksins í Belgíu á laugardaginn. Makedóníska liðið vann fyrri leikinn 1-0 en varnarmaður liðsins, Nikola Djosevski, varð síðan fyrir því að skora sjálfsmark undir lok leiksins í Belgíu. Ekkert var skorað í framlengingunni og því varð að grípa til vítaspyrnukeppni. Þar byrjaði umræddur Djosevski á því að láta verja frá sér víti. Belgarnir virtust því ætla nýta sér óvenju slæman dag hjá honum en varð síðan á að misnota tvö víti og Vardar Skopje vann því vítakeppnina 4-3. Fyrir vikið mæta þeir þýska liðinu Schalke04 í næstu umferð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×