Sport

Diouf á leið til Malaga?

Martraðarári Senegalans El-Hadji Diouf hjá Liverpool virðist verja að ljúka, en spænska liðið Malaga er mjög áhugasamt á að fá leikmanninn í sínar raðir. Diouf var keyptur til Liverpool fyrir um 1,2 milljarðar króna síðasta sumar og áttu þau kaup eftir að reynast einhver þau verstu á leiktíðinni. Diouf hefur fallið mikið í verði og er talið að Malaga þurfi ekki að punga út nema um 300 milljónum til að fá Diouf. "Hann er leikmaður sem okkur líkar vel við og leikstíll hans hentar okkar liði mjög vel," sagði Manolo Ruiz Hierro, yfirmaður knattspyrnumála hjá Malaga. Diouf sagði reyndar í vikunni að hann ætlaði að berjast fyrir sæti sínu í liðinu á næstu leiktíð undir stjórn nýja þjálfarans, Rafael Benitez, en fregnir herma að Benitez sjálfur sé ekki svo hrifinn af Diouf sem leikmanni og vilji hann burt úr sínum hópi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×