Sport

Perez áfram forseti Real

Florentino Perez verður áfram forseti knattspyrnurisans Real Madrid en hann vann kosningarnar með miklum yfirburðum í gær. Fyrrum forseti félagsins, Lorenzo Sanz, fékk aftur á móti skeflilega kosningu sem kemur nokkuð á óvart en Sanz lagði mikið undir og var búinn að lofa því að kaupa marga leikmenn ef hann kæmist aftur að sem forseti. Arturo Baldasano var einnig í kjöri til forseta Real Madrid en hann fékk álíka mörg atkvæði og Ástþór Magnússon fékk í forsetakosningunum hér heima. Næst á dagskrá hjá Perez er að uppfylla kosningaloforð og kaupa Porto-mennina, Costinha og Ricardo Carvalho.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×