Sport

Juninho til Celtic?

Brasilíski sóknarmaðurinn Juninho er hugsanlega á förum frá Middlesbrough til skoska liðsins Celtic. Steve McClaren, knattspyrnustjóri Boro, hefur sankað að sér sóknarmönnum síðustu vikur og telja margir að það þýði að Juninho verði seldur. "Leikmaðurinn elskar Boro en hann vill spila fótbolta og miðað við þá menn sem eru á leið til Boro lítur ekki út fyrir að hann fái mikið að spila," sagði umboðsmaður Juninho, Jonathan Hassell. "Hann myndi íhuga alvarlega að ganga til liðs við Celtic. Þeir hafa efni á honum launakröfurnar yrðu þeim ekki heldur ofviða." Juninho á tvö ár eftir af samningi sínum við Middlesbrough.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×