Sport

ÍA sigraði ÍBV

Skagamenn nældu sér í öll þrjú stigin sem í boði voru í Eyjum í dag og var það Hjörtur Hjartarson sem skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 88. mínútu eftir að Einar Hlöðver Sigurðsson hafði handleikið boltann innan teigs. Skagamenn byrjuðu mun betur í leiknum í dagog voru beittari fram á við framan af. Smám saman náðu Eyjamenn að komast meira inn í leikinn og í síðari hálfleik var jafnræði með liðunum og gat sigurinn í raun dottið hvorumegin sem var. ÍA virkuðu þó alltaf hættulegri og það lið sem fékk fleiri og betri færi. Það var kominn mikill jafnteflisfnykur af leiknum þegar vítaspyrnan var óvænt dæmd á lokamínútunum, og gerði Hjörtur engin mistök á punktinum. Ólafur Þórðarson var að vonum kátur í leikslok og með gríðarlega mikilvægu stigin þrjú. „Ég er mjög sáttur og mér fannst við eiga þennan sigur skilið. Við fengum fleiri færi og vorum einfaldlega betra liðið í leiknum," sagði Ólafur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×