Sport

Beckham ætlaði að hætta

David Beckham, fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, hafði ákveðið að hætta að leika knattspyrnu eftir EM í Portúgal. Það var aðeins sannfæring eiginkonu Beckhams, Victoriu, sem fékk hann til að snúast hugur. Það var vítaspyrnan sem Beckham brenndi af í vítaspyrnukeppninni gegn Portúgal í 8-liða úrslitum sem koma Beckham algjörlega niður á botninn. „Honum var fúlasta alvara," segir heimildamaður sem er mjög náin fjölskyldunni. „David sagði Victoriu að honum langaði að hætta því það væri ekkert meira til að spila fyrir eftir svona slaka frammistöðu. Svo langt var honum niðri fyrir. En Victoria var ótrúleg. Hún átti við hann einlægt samtal á hótelherbergi þeirra í Portúgal og sem betur fer náði hún að sannfæra hann um að það væri ekki rétt að hætta," segir heimildamaðurinn. „David var þunglyndur og þegar hann tekur ákvarðanir er hann ekki vanur að skipta um skoðun. Hann er svo þrjóskur. Því kom það mér mjög á óvart að hann skuli hafa gert það í þetta skiptið," sagði fjölskylduvinurinn og bætti við að öllu þessu mætti þakka Victoriu. „Hún er svo sterk eiginkona. Hún sagði við hann að þau hefðu farið í gegnum erfiðari skeið eins og þegar Beckham var rekinn útaf gegn Argentínu á HM 1998. Hún sagði við hann: „David, þú ert fyrirliði enska landsliðsins og ég er stolt af þér. Farðu nú og sýndu heiminum úr hverju þú ert gerður". Og það ætlar David að gera."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×