Sport

Stórleikur í Landsbankadeildinni

Það er sannkallaður stórleikur í Landsbankadeild karla í beinni útsendingu á Sýn í dag klukkan 17. Íslandsmeistarar KR taka á móti Fylki sem er í efsta sæti Landsbankadeildarinnar. Það er að duga eða drepast fyrir KRinga vilji þeir blanda sér af alvöru í baráttuna um Íslandsmeistaratitlinn. Með sigri geta KRingar skotist upp í 3. sæti og eru þá þremur stigum á eftir Fylki en fari Árbæingar með sigur af hólmi munar hvorki meira né minna en 9 stigum á liðunum. Bæði lið verða án fjölmargra lykilmanna í dag og því reynir verulega á styrk leikmannahóps beggja félaga. Útsending á Sýn í dag hefst kl. 16.45. Í Vestmannaeyjum mætast liðin í 3. og 4. sæti Landsbankadeildainnar, ÍBV og Akranes, í Vestmannaeyjum klukkan tvö í dag. Mikið er í húfi fyrir bæði lið en Skagamenn hafa ekki unnið í Vestmannaeyjum síðan 1995 eða í 9 ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×