Sport

Diouf ætlar að sanna sig

Senegalinn El-Hadji Diouf hefur ekki lokið keppni hjá Liverpool þótt hann hafi lítið sem ekkert gert hjá félaginu sem keypti hann á 10 milljónir punda frá Lens fyrir tveim árum síðan. Hann segist ætla að sanna sig fyrir nýja stjóranum, Rafa Benitez. "Ég er með samning við Liverpool og hér vil ég vera," sagði Diouf í spjalli við heimasíðu Liverpool. "Ég yfirgaf Frakkland til þess að gera það gott á Englandi og það stendur enn til. Ég vil sýna Benitez að ég geti vel spjarað mig í liðinu hjá honum." Það verður ekki auðvelt fyrir Diouf að komast í liðið í vetur þar sem fyrir eru Michael Owen, markahæsti leikmaður EM, Milan Baros, og Frakkinn Djibril Cisse, sem var keyptur til félagsins í sumar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×