Sport

Postiga til Porto

Meistaradeildarmeistarar Porto fengu góðan liðsstyrk í gær er portúgalski framherjinn Helder Postiga gekk í raðir þeirra frá Tottenham. Postiga kostaði Porto fimm milljónir punda en hann lék með félaginu áður en hann fór til Tottenham þar sem hann dvaldi aðeins í eitt ár. Tækifærin hjá Tottenham reyndust af skornum skammti. Tottenham fékk um leið miðjumanninn Pedro Mendes frá Porto. "Við vitum vel hvað Helder getur en hann vildi gjarna fara heim aftur. Þótt við hefðum viljað halda honum þá vildum við ekki hafa hann óánægðan hjá okkur," sagði Frank Arnesen, yfirmaður knattspyrnumála hjá Tottenham.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×