Sport

Ronaldo sýnir Tottenham áhuga

Sóknarmaðurinn magnaði frá Brasilíu, Ronaldo, segist eiga mikið að þakka dananum Frank Arnesen, sem nýlega var ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá liði Tottenham í ensku úrvalsdeildinni. Arnesen var maðurinn sem uppgötvaði Ronaldo á sínum tíma og fékk hann til liðs við PSV Eindhoven, þar sem hann starfaði í mörg ár áður en hann hélt til Tottenham. Ronaldo gekk svo langt að segjast meira en reiðubúinn að endurnýja kynni sín við Arnesen hjá Tottenham. "Ég hef alltaf sagt að mig langi að spila í Englandi. Og þegar ég heyrði af för Arnesen þangað fékk það mig til að leiða hugann að Englandi og það yrði kjörið fyrir mig að vinna með honum á ný. Hann er sá sem gaf mér fyrst tækifæri og hefur verið mér sem faðir allar götur síðan," segir Ronaldo og bætir við að honum þyki óskiljanlegt af hverju Arnsen hafi ílengst hjá PSV allan þennan tíma og ekki verið fenginn af einhverjum af stórliðum Evrópu. <\t>"Hann mun klárlega koma til Tottenham með nýjan andblæ og ferska strauma. Stærri lið munu sjá eftir því að hafa ekki nælt sér í hann þegar þau sjá hvað hann mun gera fyrir Lundúnaliðið," segir Ronaldo og hefur greinilega fulla trú á sínum manni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×