Sport

Toppliðin töpuðu bæði

HK og Valur, tvö efstu lið 1. deildar karla í knattspyrnu, töpuðu bæði leikjum sínum í kvöld en þá fór fram heil umferð í deildinni. Efsta liðið HK, sem hefur komið liða mest á óvart í sumar, beið í lægri hlut fyrir Stjörnunni á útivelli sem hefur gert sér lítið fyrir og lagt bæði toppliðin á innan við viku. Lokatölur urðu 2-1, Stjörnunni í vil. Valsarar gerðu ekki góða ferð í Gravarvoginn og töpuðu fyrir nýliðum Fjölnis með sömu markatölu. Breiðablik heldur áfram að hífa sig upp stigatöfluna og í kvöld vann liðið öruggan sigur á Haukum á heimavelli sínum í Kópavogi, 2-0. Þróttarar slátruðu Njarðvíkingum á Valbjarnarvelli þar sem lokatölur urðu 4-0 og þá lið Völsungs og Þórs 1-1 jafntefli í Húsavík.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×