Sport

Umræða um fordóma í dómgæslu

Mikil umræða hefur verið um dómgæslu í Landsbankadeildinni að undanförnu og á heimasíðu stuðningsmannaklúbbs Víkings, vikingur.net, er fjallað um leik Víkings og Grindavíkur í gær undir fyrirsögninni Leikur án fordóma?  Þar er fullyrt að þeldökkum framherja Víkingsliðsins, Jermaine Palmer, hafi verið mismunað af dómara leiksins vegna húðlitar. Formaður dómaranefndar KSÍ sagðist, í samtali við íþróttadeildina, ekki nenna að elta ólar við svona skrif sem dæmdu sig sjálf. Þá hefur leikmaður í knattspyrnuliði Grindavíkur haldið úti bloggsíðu þar sem hann fjallar m.a. um dómara í Landsbankadeidinni kallað þá aumingja og hálfvita. Leikmaðurinn hefur nú beðist afsökunar á þessum skrifum sínum með yfirlýsingu á fotbolti.net.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×